Styrktarleikir fyrir Píeta

MYND TINDASTÓLL
MYND TINDASTÓLL

Í tilefni af gulum september og vitundarvakaningu um geðrækt, boðum við til styrktarleikja laugardaginn 20.september í Síkinu þegar bæði karla- og kvennalið Ármanns mæta á Krókinn til að spila æfingaleiki gegn Tindastól.

Karlaliðin mætast kl 17:00 og kvennaliðin um 19:15 og að sjálfsögðu þarf enginn að verða svangur því hamborgarar verða á milli leikja. 

Aðgangseyrir er í formi frjálsra framlaga og mun renna óskertur til Píeta.

Nú er um að gera að fjölmenna í Síkið og styðja gott málefni. 

Fleiri fréttir