Styrktarsjóðsball um helgina
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
20.10.2010
kl. 09.34
Hið árlega styrktarsjóðsball verður haldið laugardaginn 23. október næst komandi í félagsheimilinu á Blönduósi. Hljómsveit Geirmundar sér um að allir skemmti sér. Húsið opnar kl. 23:00, miðaverð kr. 2.500 og aldurstakmark er 16 ár.
Happdrættismiðar til styrktar sjóðnum verða boðnir til sölu af grunnskólanemum í anddyri Samkaupa föstudaginn 22. október og eru veglegir vinningar í boði. Miðaverð kr. 1.000.
Einnig verða miðar til sölu í Apótekinu, Smárabæ og Bæjarblóminu. Dregið verður 22. nóvember.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.