Styrktartónleikar á Rósenberg fyrir Pálu og Lúlla

Á fimmtudagskvöldið verða styrktartónleikar á Rósenberg til styrktar Pálu Kristínu Bergsveinsdóttur frá Sauðárkróki og eiginmanni hennar, Lúðvík Lúðvíkssyni.Margir muna eflaust að Pála Kristín veiktist sjálf á unga aldri og hefur hún aldrei jafnað sig á fullu eftir þau veikindi.

Pála er hins vegar afburða duglega og er nú að vinna að mastersritgerð í námi sínu. Í ágúst síðast liðinn fékk Lúðvík (Lúlli) heilablóðfall. Þau hjónin eiga tvo unga drengi og voru nýlega búin að festa kaup á sinni fyrstu íbúð þegar það gerðist.

Tónleikarnir verða á Rósenberg á fimmtudagskvöldið kl. 20:30. Miðaverð er krónur 3000 og öll innkoma rennur til Pálu og Lúlla. Ekki er posi á staðnum.

Fjöldi listamanna gefur vinnu sína. Þeir sem fram koma eru:
Svavar Knútur, Sigga Eyrún, Karl Olgeirsson, Kristján Gíslason, Ellert Jóhannsson, Einar Ágúst, Stefanía Svavars, Yngvi Rafn Garðarsson Holm, María Ólafs, Veronika Heba Smáradóttir og Kókós. Kynnir er leikkonan Agnes Wild.

Þeim sem komast ekki á tónleikana en vilja leggja fjölskyldunni lið er bent á söfnunarreikning: 0310-13-300467 kennitala:061274-3759.

Fleiri fréttir