Styrkvegir í Húnaþingi vestra fá 1,8 milljón króna frá Vegagerðinni

Styrkvegir eru vegir sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögunum. Mynd: Vegagerðin.is
Styrkvegir eru vegir sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögunum. Mynd: Vegagerðin.is

Á fundi landbúnaðarráðs Húnaþings vestra sl. miðvikudag var lagt fram bréf frá Vegagerðinni þar sem fram kemur að samþykkt hafi verið að úthluta 1,8 milljónum króna til styrkvega árið 2018. Skv. vegalögum nr. 80/2007 er heimilt að ákveða fjárveitingu í vegáætlun til að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögunum. Hér er um að ræða malarvegi sem taka við þar sem þjónustu Vegagerðarinnar lýkur, s.s. vegi yfir fjöll og heiðar sem ekki teljast þjóðvegir; vegi að ferðamannastöðum, vegi að jörðum sem farnar eru í eyði o.m.fl.

Í fjárhagsáætlun Húnaþings vestra fyrir árið 2018 er samþykkt að veita þremur milljónum króna til styrkvega og er því heildarfjárhæðin til viðhalds styrkvega á árinu kr. 4.800.000.         

Eftirfarandi tillaga um skiptingu styrkvegafjárins var samþykkt samhljóða:

Til afréttarvegar á Víðidalstunguheiði         kr.   2.500.000
Til afréttavega í Miðfirði                                kr.   1.500.000
Til afréttavega í Hrútafirði                             kr.      270.000
Til vegar yfir Brandagilsháls                         kr.      265.000
Til vegar upp á Vatnsnesfjall                        kr.      265.000

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir