Styttist í frumsýningu Adrift hjá Baltasar Kormáki

Skagfirski kvikmyndabóndinn, Baltasar Kormákur frá Hofi, frumsýnir í byrjun júni sína nýjustu Hollywood stórmynd, Adrift (Á reki), en myndin er heljarins drama. Adrift byggir á sönnum atburðum og segir af siglingu Tami Oldham og Richard Sharp um Kyrrahafið sem reyndist ekki bera nafn með rentu.

Þau skötuhjú lögðu af stað í siglinguna frá Tahiti í sól og sumaryl en lentu í miðjum fellibyl sem reyndist ansi afdrifaríkt.

Leik­kon­an Shai­lene Woodley leik­ur Old­ham í mynd­inni en Woodley hef­ur verið á hraðri upp­leið í Hollywood undafar­in miss­eri og einhverjir gætu kannast við hana út myndum eins og The Descendants, The Fault in Our Stars og Divergent þríleiknum. Leik­ar­inn Sam Clafl­in fer svo með hlut­verk Sharp en hann hefur m.a. leikið í The Hunger Games og Journey's End. 

Síðustu myndir Baltasars voru Eiðurinn, þar sem hann lék einnig aðalhlutverkið, og stórmyndin Everest. Í dag kom út stikla um Adrift og hægt er að kíkja á hana með því að smella á slóðina hér > Kynning á Adrift

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir