Styttist í opnun skíðasvæðis Tindastóls
Samkvæmt frétt á vef Tindastóls er stefnt að opnun skíðasvæðisins um miðjan nóvember. Töluvert af snjó hefur safnast í brekkurnar og við snjógirðingar á svæðinu. Einnig hafa starfsmenn svæðisins vrið að framleiða snjó í brekkurnar með þeim fjórum snjóvélum sem til staða eru, þegar veður og aðstæður leyfa.
Í vetur verður svo nýtt leiktæki á svæðinu sem heiti „Crazy Roller“ sem er spennandi kostur fyrir þá sem koma á svæðið hvort sem þeir ætla á skíði eða ekki.