Styttur opnunartími hjá Arion banka á Blönduósi

Arionbanki á Blönduósi.
Arionbanki á Blönduósi.

Arionbanki á Blönduósi mun stytta opnunartíma sinn frá og með 5. júní næstkomandi og verður útibú hans þá opið frá klukkan 10:00 til 12:00 og 12:30 til 15:00 alla virka daga. Núverandi opnunartími er frá klukkan 9:00-12:00 og 13:00-16:00 virka daga.

Viðskiptavinir bankans eru sérstaklega boðnir velkomnir í útibúið á morgun, fimmtudaginn 31. maí, til að þiggja kaffiveitingar en þá lætur útibússtjórinn, Auðunn Steinn Sigurðsson, af störfum í bankanum þar sem hann hefur unnið í 24 ár. Ragnhildur Ragnarsdóttir lætur af störfum 16. júní en hún hefur unnið í bankanum í 34 ár.

Í auglýsingu um breyttan opnunartíma vill bankinn koma á framfæri kærum þökkum til Auðuns, Ragnhildar og Finnu fyrir vel unnin störf og gott samstarf til margra ára og þeim óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir