Sumardagskrá Kammerkórsins

Skagfirski Kammerkórinn mun ekki taka hefðbundið sumarfrí eins og vanin er heldur halda áfram að syngja sumarið út. Kórinn ætlar að bjóða upp á opnar æfingar og taka þátt í ráðstefnu í Kakalaskála og koma fram á Hólahátíð.
Kórinn mun byrja á að hafa þrjár opnar æfingar þar sem gestir og gangandi geta litið inn og séð hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þegar æfð eru upp lög í blönduðum fjölradda kór.

Æfingar verða sem hér segir:
15. júní opin æfing á Hólum kl.16:00-18:00
29. júní opin æfing í Glaumbæ kl.16:00-18:00
10. ágúst opin æfing (nánari staðsetning síðar) kl.16:00-18:00

Nokkrir karlar úr röðum kórsins hafa svo verið að æfa sig í að syngja gamlar lausavísur og fimmundarsöngva og munu troða upp í sumar í Kakalaskála í Akrahreppi á kvennadaginn 19. júní þar sem verður ráðstefna um konur á Sturlungaöld.

Að lokum mun svo Skagfirski kammerkórinn syngja fullmannaður á Hólahátíð 17 ágúst .

Fleiri fréttir