Sumargaman á Blönduósi

Nóg verður að gera hjá krökkunum á Blönduósi í sumar

Á Blönduósi í sumar verður í boði fyrir krakka sem fædd eru 2000 -2003 skemmtileg og fjölbreytt afþreying sem nefnist Sumargaman og stendur yfir í 7 vikur. 

Sumargamanið hefst mánudaginn 8. júní með viku vinnu í skólagörðum en svo rekur hver vikan aðra með íþróttum, kofabyggingum og fleira skemmtilegu. Sumargamani lýkur svo 31. júlí eftir ævintýraviku.

Fleiri fréttir