Sumaropnun hafin á Reykjum á Reykjaströnd
Sumaropnun ferðaþjónustunnar á Reykjum á Reykjaströnd hófst á sunnudaginn var. Á Reykjum er kaffihúsið Grettiscafé, gistiheimili, tjaldsvæði og hinar rómuðu heitu laugar. Þaðan er einnig siglt daglega út í Drangey.
Grettiscafé verður opið alla daga í sumar frá kl 10-22 og þar verður boðið upp á vöfflukaffi alla sunnudaga. Farið er í Drangey kl 11 alla daga en einnig er bætt við öðrum ferðum eftir samkomulagi.
