Sundlaugin á Blönduósi formlega vígð

Nýja sundlaugin á Blönduósi var formlega vígð á Húnavöku í blíðskaparveðri á laugardaginn að viðstöddu fjölmenni. Valgarður Hilmarsson stjórnaði dagskránni en m.a. ræðumanna voru Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri, Ágúst Þór Bragason forseti bæjarstjórnar, Þóra Sverrisdóttir oddviti Húnavatnshrepps, Jón Bjarnason ráðherra og fulltrúar Sundsambands Íslands og UMFÍ.

Skólalúðrasveit Seltjarnarness undir stjórn Kára Húnfjörð Einarssonar lék nokkur létt lög milli atriða en það var svo Einar Þorláksson fyrrum sveitarstjóri Blönduósshrepps sem klippti á borða til marks um formlega vígslu sundlaugarinnar. Að því loknu gat almenningur skellt sér í sund.

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir