Sundlaugin á Hofsósi lokuð

Sundlaugin á Hofsósi. Mynd: Skagafjörður.is
Sundlaugin á Hofsósi. Mynd: Skagafjörður.is

Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð í dag og á morgun vegna skemmda sem urðu þar í rafmagnsleysinu í gær. Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístundamála hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, gat lítið tjáð sig um umfang skemmdanna þegar Feykir hafði samband við hann en þær verða kannaðar nánar í dag.

Fleiri fréttir