Sundlaugin á Sauðárkróki opnuð aftur
feykir.is
Skagafjörður
17.12.2014
kl. 15.49
Sundlaugin á Sauðárkróki hefur nú verið opnuð aftur, en henni var lokað fyrr í dag vegna veðurs. Veðrinu hefur nú slotað talsvert þar í bæ, en vindhraðinn á Bergstöðum var um 40 m/sek þegar veðrið var sem verst í dag.Ýmsum viðburðum hefur verið aflýst og er fólki bent á að fylgjast með tilkynningum hér á vefnum en Feyki hafa borist margar tilkynningar í dag þar sem viðburðum, skólahaldi og slíku er aflýst.