Sundlaugin lokuð í sumar vegna viðgerða

Sundlaugin í Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki verður lokuð í sumar, frá 2. júní til og með 17. ágúst. Að sögn Hafsteins Sæmundssonar forstjóra Heilbrigðisstofnunarinnar er það gert vegna þess að skipta þarf um loftræstikerfi í Endurhæfingarhúsinu og því er nauðsynlegt að hafa sundlaugina lokaða. Æfingasalurinn verður opinn í sumar.  

Sundlaugin verður opnuð aftur að viðgerð lokinni og segir Hafsteinn ekki fyrirhugaðar stórvægilegar breytingar á starfseminni næsta vetur.

Fjölmargir nýta sér þjónustu sundlaugarinnar á ársgrundvelli og voru komur í sundlaugina 9.686 talsins árið 2013.

Fleiri fréttir