Sundlaugin lokuð og nemendum Árskóla ekki hleypt heim án fylgdar

Sundlaugin á Sauðárkróki hefur verið lokað vegna veðursins, staðan verður endurmetin kl. 17 í dag, að sögn starfsfólks laugarinnar. Þá hefur tilkynning borist frá Árskóla um að skólarútan sé ekki á ferðinni vegna veðurs. Nemendum verður ekki hleypt heim án fylgdar og verða þeir í skólanum í góðu yfirlæti þar til veðrinu slotar og þeir verða sóttir af foreldrum/forsjáraðilum.

Foreldrum er bent á að bíða af sér versta veðrið áður en þeir sækja börnin sín,“ segir í tilkynningu frá skóalstjórnendum.

Fleiri fréttir