Sunnanátt og dálítil él

Sunnan 8-15 m/s og dálítil él er á Ströndum og Norðurlandi vestra, einkum V-til. Hiti kringum frostmark. Hálkublettir eru á aðalleiðum á Norðurlandi vestra en öllu meiri hálka á útvegum. Snjóþekja er á Öxnadalsheiði.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Vestlæg átt, 8-13 m/s, él á stöku stað kalt í veðri, en gengur í hvassa suðaustanátt með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu undir kvöld, fyrst suðvestantil og hlýnar í bili.

Á sunnudag:

Suðvestan hvassviðri eða jafnvel stormur, skúrir og síðar él, en heldur hægari og úrkomulítið NA-til. Snýst í norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum um kvöldið. Kólnandi veður.

Á mánudag:

Vestan og suðvestanátt, él og frost 0 til 7 stig. Vaxandi sunnan átt með slyddu eða rigningu suðvestanlands um kvöldið og hlýnar heldur.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Útlit fyrir suðvestan átt með éljum og kólnandi veðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir