Sunnudagsljóðið
feykir.is
Skagafjörður
09.04.2017
kl. 15.00
Sunnudagsljóðið er eftir Sverri Stormsker og heitir Ef miðað er við mannfjölda.
Ef miðað er við mannfjölda
Fræknir eru Íslendingar,
afar miklir hagfræðingar,
ef miðað er við mannfjölda.
Þeir eru leiknir, liðugir,
léttir, klárir og sniðugir,
ef miðað er við mannfjölda.
Þeir eru fróðir, þeir eru seigir,
þeir eru frekar gáfulegir,
ef miðað er við mannfjölda.
Þeir eru vitrir sem vel má sjá,
vitrastir allra eftirá,
ef miðað er við mannfjölda.
Þeir bera höfuð og herðar yfir
allar þjóðir og allt sem lifir,
ef miðað er við mannfjölda.
Íslendinga ekkert hrjáir,
af því eru svona fáir.