Sunnudagssteikin af æskuheimilinu

Matgæðingarnir Stína og Villi á Skagaströnd. Mynd úr einkasafni.
Matgæðingarnir Stína og Villi á Skagaströnd. Mynd úr einkasafni.

„Á okkar heimili eru verkaskiptin alveg skýr. Húsfrúin eldar og húsbóndinn raðar í uppþvottavélina. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af sunnudagssteikinni af æskuheimili mínu og geri ég hana oft þegar við systkinin hittumst,“ sagði Kristín Kristmundsdóttir á Skagaströnd, en hún og eiginmaður hennar, Vilhelm Björn Harðarson, voru matgæðingur Feykis í 41. tbl. ársins 2016.

Ostasteik
Lærisneiðar

Kjöt og grillkrydd frá Knorr
tómatsósa
beikon
ostur

Aðferð:
Lærisneiðarnar settar í ofnskúffu, kryddaðar með Kjöt- og grillkryddi frá Knorr, smá tómatsósudropi, svo beikon sneið og síðan ostur yfir. Svo er hellt í skúffuna 1-2 glösum af tómatsósu og vatni til helminga. Þetta er sett í ofninn með loki eða álpappír yfir og eldað í u.þ.b. 1 klst. á 200°C.
Með þessu er borin fram kartöflumús, grænar baunir og rabarbarasulta.

Eftirréttur
Jarðarberjaskyrkaka með ljúfum súkkulaðibotni

Botn:

100 g súkkulaðikex
100 g hafrakex
75 g smjör
75 g súkkulaði

Fylling:

2 dl rjómi
100 g flórsykur
500 g jarðarberjaskyr
100 g hrein jógúrt
1 tsk vanilludropar
8 blöð matarlím
1 dl rjómi

Aðferð - botn:
Bræðið saman smjör og súkkulaði, myljið niður kexið og blandið saman, þrýstið í botn á springformi.

Aðferð - fylling:
Leggið matarlím í bleyti. Þeytið saman rjóma og flórsykur, hrærið saman vanilluskyri, hreinni jógúrt og vanilludropum og hrærið saman við þeyttan rjómann. Takið matarlímið úr vatninu og hitið með 1 dl af rjómanum, blandið varlega saman við blönduna og setjið yfir kexbotninn. Kælið í minnst þrjá tíma áður en kakan er borin fram. Berið fram með ferskum jarðarberjum eða jarðarberjasultu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir