Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir nýja jafnréttisáætlun

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt nýja jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélagið sem gildir til ársins 2014. Jafnréttisáætlun er samansafn formlega samþykktra áætlana um aðgerðir sem hafa jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna að markmiði og er framkvæmd þeirra skylda sveitarfélagana samkvæmt íslenskum lögum.

„Tilgangur þessarar jafnréttisáætlunar er því að draga fram mikilvægi jafnréttis fyrir karlmenn ekki síður en konur. Tilraun til þess er kynning hugtaksins kynjasamþætting sem innleitt var með lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Það þýðir í raun að sjónarmið kynjajafnréttis sé á öllum sviðum fléttað inn í stefnumótun og ákvarðanatöku á vegum sveitarfélagsins,“ útskýrir Arnrún Halla Arnórsdóttir, formaður Félags- og tómstundanefndar sem hefur ritað grein á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem fjallað er um áætlunina.

Með virkri umræðu og eflingu fræðslu meðal barna-og unglinga segir Arnrún Halla hægt að tryggja áframhaldandi heilbrigði samfélagsins og að vinna gegn þeim staðímyndum sem flokkar fólk eftir kyni en ekki hæfileikum.

Áætlunina má nálgast hér eða í gagnabanka á heimasíðu sveitarfélagsins en hér má lesa grein Arnrúnar Höllu í heild sinni.

Fleiri fréttir