Sveitarstjórn Skagastrandar mótmælir niðurskurði
Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar sem haldinn var í gær var samþykkt bókun þar sem mótmælt er þeim niðurskurði sem boðaður hefur verið vegna Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi. Bókunin er eftirfarandi:
Sveitarstjórn Skagastrandar mótmælir harðlega þeim niðurskurði sem stefnir í með frumvarpi til fjárlaga þar sem gert er ráð fyrir 13% lækkun framlaga til Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi og skorar á heilbrigðisráðherra að taka þessa niðurstöðu til endurskoðunar. Undanfarin ár hafa rekstrarforsendur heilbrigðisstofnunarinnar farið ört versnandi með reglubundnum niðurskurði og því telur sveitarstjórn að ekki verði lengra gengið án þess að það leiði til þjónustubrests sem hafi alvarleg áhrif á búsetuskilyrði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.