Sveitarstjórn Skagastrandar auglýsir aftur eftir sveitarstjóra
Sveitarstjórn Skagastrandar hefur tekið ákvörðun um að auglýsa aftur eftir sveitarstjóra. Í fundargerð sveitarstjórnar frá 20. júlí síðastliðnum kemur fram að fyrir fundinn hafði sveitarstjórn tekið viðtöl við tvo af þremur umsækjendum sem boðaðir voru í viðtal. Einn umsækjandi hafi dregið umsókn sína til baka.
Átta umsækjendur voru um stöðuna.
Guðný Harðardóttir, ráðgjafi hjá Strá ráðningarstofu, skýrði auglýsingaferlið og yfirferð og mat á umsóknum. Sveitarstjórn ræddi stöðu ráðningarferlisins og mat sitt á umsóknum og samþykkti að auglýsa stöðu sveitarstjóra aftur um miðjan ágúst. Guðnýju var falið að senda umsækjendum bréf og þar sem þeim yrði tilkynnt um stöðu málsins og að umsóknir séu áfram í gildi.
Oddvita var falið að ræða við fráfarandi sveitarstjóra að starfa lengur fyrir sveitarfélagið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.