Svipmyndir af íþróttadegi Árskóla
Í dag var íþróttadagur Árskóla haldinn hátíðlegur þar sem allir nemendur skólans komu saman og léku sér í hinum ýmsu íþróttagreinum. Lokaatriðið var körfuboltaleikur milli kennara og 10.bekkinga.
Leikurinn var æsispennandi en honum lauk með sigri nemenda 24-17. Ekki var annað að sjá en allir skemmtu sér vel á vel heppnuðum degi eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.
.