Sýna myndir Valda frá Hrauni
Í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Rögnvaldar Steinssonar á Hrauni á Skaga verður opnuð sýning á málverkum eftir hann í Búminjasafninu í Lindabæ í Sæmundarhlíð sunnudaginn 28. október kl: 15:00.
Valdi á Hrauni fæddist 3. október 1918 og lést 16. október 2013. Á efri árum tók hann til við að mála myndir sem dægradvöl og lét eftir sig allmargar. Myndefnið var mestmegnis skip, bátar og bæir. Hann var trúr sannfæringu sinni um hverskonar nýtni og málaði aftan á spjöld af morgunkornspökkum og bjó jafnvel til sína eigin pensla.
Flutt verður stutt æviágrip og annar fróðleikur, en einnig verða í boði tónlistaratriði ásamt léttum veitingum. Sýningin verður opin sunnudaginn 28. október frá 15-18, þriðjudaginn 30. okt. frá 18-21 og fimmtudaginn 1. nóv. frá 18-21.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.