Sýningar og tónleikar á Kántrýdögum

Um næstu helgi verða haldnir Kántrýdagar á Skagaströnd með metnaðarfullri dagskrá frá föstudegi til sunnudags. Vakin er sérstök athygli á menningarlegum liðum Kántrýdaga. Í raun eru það allir dagskrárliðir en í þetta skipti skal litið á sýningar og tónleika.

Fyrst ber að nefna galleríið með skemmtilega nafninu Djáns og dúllerí. Það hefur nú verið starfandi í mánuð og vakið óskipta athygli ferðamanna. Þar er að finna til sölu margvíslegan varning eftir handverksfólk og hagleikssmiði á Skagaströnd og víðar í sýslunni.

Í Frystinum í Nesi listamiðstöð verður einstök listsýnin. Fjölmargir þeirra rúmlega tvöhundruð listamanna sem dvalið hafa á Skagaströnd undanfarin tvö ár leggja verk sín í sýninguna. Þeir segja þau vera innblásin vegna dvalar þeirra í bænum og af því er nafn sýningarinnardregið, Ispired by Skagaströnd.

Á efstu hæðinni í Gamla kaupfélaginu verður ljósmyndasýningin Línur í landslagi. Myndirnar hefur Sigurður Sigurðarson tekið á ferðum sínum, sumar og vetur, í kringum Spákonufell.

Í Bjarmanesi verða tónleikar á föstudagskvöldið og þar kemur Ragnheiður Gröndal fram og hljómsveit hennar.

Síðar um kvöldið verða Langi Seli og Skuggarnir með tónleika í Bjarmanesi.

Á laugardeginum verða um miðjan dag tónleikar í Bjarmanesi með Spottunum. Þeir leika og syngja lög eftir sænska vísnaskáldið Cornelius Vreeesvjik.

Síðar um kvöldi syngja Cohen systur lög Leonard Cohens.

Af þessu má sjá að dagskrá Kántrýdaga lofa góðu í sýningum og tónleikum.

Dagskrá Kántrýdaga má sjá HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir