Sýslu- og sóknalýsingar Húnavatnssýslu
Húnahornið segir frá því að Sögufélag gefur út endurskoðaða útgáfu sýslu- og sóknalýsinga Húnavatnssýslu, skráðar 1839 og næstu ár þar á eftir. Það eru þeir Jón Torfason og Svavar Sigmundsson sem sáu um útgáfuna.
„Helsta skemmtun fólks er vinnan og lestur sögubóka.“ Þannig svaraði séra Jón Pétursson prestur í Þingeyrasókn einni af mörgum spurningum sem hann fékk árið 1839. Sýslu- og sóknalýsingarnar eiga rætur sínar að rekja til um fangsmikillar könnunar sem Hið íslenska bókmenntafélag stóð fyrir á fjórða áratug 19. aldar. Þá voru sendir spurn ingalistar til presta og sýslumanna um land allt með beiðni um að lýsa náttúrufari, landslagi, afkomu fólks, atvinnu hátt um, menntun, siðferði, heilbrigði og fornleifum. Markmiðið var að draga upp heildstæða mynd af íslensku samfélagi þess tíma. Margar þessara lýsinga hafa áður komið út á bók, en flestar þeirra eru nú ófáanlegar.
Í þessari endurskoðuðu útgáfu Sögufélags má finna margvíslegt viðbótarefni, þar á meðal áður óþekkta lýsingu á Höskuldsstaðasókn frá 18. öld, tvo merka uppdrætti sem fylgdu sóknalýsingunum en hafa ekki birst áður og ljósmyndir af kirkjum og nokkrum höfundum lýsinganna. Einnig er hér birt lýsing á Auðkúluheiði frá miðri 19. öld og stutt bréf um búnaðarhætti í Vatnsdal frá árinu 1890.
Bókin fæst hjá Sögufélagi og í öllum helstu bókaverslunum.
Heimild: Húni.is