Taktu þátt í vali á fugli ársins 2022

Í fyrra stóð heiðlóa uppi sem sigurvegari um fugl ársins 2021. Heiðlóa er iðulega kölluð Lóa í daglegu tali og vorboðinn ljúfi, hún er algeng um allt og auðþekkt þjóðargersemi. Mynd: fuglarsins.is.
Í fyrra stóð heiðlóa uppi sem sigurvegari um fugl ársins 2021. Heiðlóa er iðulega kölluð Lóa í daglegu tali og vorboðinn ljúfi, hún er algeng um allt og auðþekkt þjóðargersemi. Mynd: fuglarsins.is.

Fuglavernd hefur hrundið af stað leitinni að Fugli ársins, annað árið í röð en kynntir eru til leiks tuttugu fuglar á nýuppfærðri heimasíðu keppninnar, https://fuglarsins.is/. Þar er einnig hægt að sjá þá fugla sem voru tilnefndir og tóku þátt í fyrra en í það skiptið bar heiðlóan sigur úr bítum, vorboðinn okkar ljúfi.

Á  heimasíðu keppninnar má sjá þá fugla sem eru í forvali og geta lesendur kynnt sér þessa fiðruðu keppendur og tekið þátt með því að velja þann fugl sem viðkomandi vill sjá keppa um titilinn Fugl ársins 2022 en fimm fuglar munu komast áfram í úrslit. Forvalið hófst í gær og fer fram rafrænt fram til 15. ágúst á vefsíðu keppninnar.

Úrslitakosningin um Fugl ársins 2022 mun svo fara fram á dagana 5.- 12. september og verður sigurvegari ársins kynntur þann 16. september á Degi íslenskrar náttúru.

Allir eru hvattir til að taka þátt en tilgangur keppninnar er að vekja athygli á stöðu fugla og fuglaverndarmála á Íslandi, afla nýrra fuglaverndarfélaga og styrktaraðila en ekki síst að skemmta og fræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir