Tékkland - Ísland í beinni í Félagsheimilinu Hvammstanga
Leikur karlalandslið Íslands í knattspyrnu við Tékkland í Plzen í Tékklandi í undankeppni EM verður sýnt í beinni næstkomandi sunnudagskvöld, 16. nóvember, í Félagsheimilinu á Hvammstanga. „Uppselt er á leikinn og verður vafalaust mikil stemmning,“ segir í frétt á Norðanátt.is.
Samkvæmt ksi.is hefur Ísland leikið þrisvar sinnum gegn Tékkum og hafa unnið einu sinni en tvisvar beðið lægri hlut. Þá hefur Ísland leikið 5 sinnum gegn Tékkóslóvakíu og hefur einu sinni gert jafntefli en tapað fjórum sinnum. Ísland og Tékkar eru í efsta sæti A riðils undankeppni EM 2016 eftir þrjár umferðir. Báðar þjóðir hafa fullt hús stiga en markatala Íslands er betri. Þjóðirnar áttust síðast við á Laugardalsvelli í september 2011 og vann Ísland þá, 3–1.
Leikurinn verður sýndir í beinni á stóra tjaldinu í Félagsheimilinu Hvammstanga frá kl. 19:45. Aðgangseyrir er 500 kr. en frítt fyrir börn á grunnskólaaldri.