Telma aðstoðar Jón
Austur Húnvetningurinn Telma Magnúsdóttur hefur verið ráðin aðstoðarkona Jóns Bjarnasonar alþingismanns vinstri grænna.
Telma vakti á dögunum athygli landans er hún ritaði grein þar sem hún gagnrýndi harðlega það kerfi að námsmenn frá sveitarfélögum sem ekki hafi gert samning við Strætó í Reykjavík þurfi nú að greiða fyrir strætóferðir meðan nemendur af höfuðborgarsvæðinu ferðist frítt.