Tengill nýr umboðsaðili Vodafone

Mynd: Gísli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tengils og Hugi Halldórsson deildarstjóri einstaklingssölu hjá Vodafone. Mynd: PF
Mynd: Gísli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tengils og Hugi Halldórsson deildarstjóri einstaklingssölu hjá Vodafone. Mynd: PF

Tengill hefur tekið við umboði Vodafone á Sauðárkróki. Framvegis geta viðskiptavinir Vodafone á Sauðárkróki sótt alla þjónustu, jafnt tækni sem fjarskiptaþjónustu, í verslun Tengils í Kjarnanum.

 „Það er okkur mikil ánægja að ganga til samstarfs við Tengil sem rótgróið fyrirtæki á Sauðárkróki. Að sama skapi þökkum við Frímanni og Auði í Rafsjá fyrir samstarfið öll þessi ár. Frímann fer að vísu ekki langt því nýir og núverandi viðskiptavinir Vodafone geta nálgast hann hjá Tengli. Það er því huggun fyrir þá sem eru vanir að hitta á kallinn enda maðurinn hafsjór af visku,“ segir Hugi Halldórsson deildarstjóri einstaklingssölu hjá Vodafone.

„Við starfsfólk Vodafone erum stolt af öflugu neti umboðsmanna okkar um land allt og við erum einstaklega ánægð með að Sauðárkrókur sé áfram hluti af þessu þétta neti, enda hvergi betra að vera en í Skagafirði. Tengill er gott og stöndugt fyrirtæki sem Skagfirðingar þekkja vel og við hlökkum til komandi samstarfs,“ segir Hugi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir