Texas á Hlíðarenda

Golfarar í Golfklúbbi Sauðárkróks ætla að enda vertíðina með golfmóti á Hlíðarendavelli sunnudaginn 6. október kl 13. Fyrirkomulagið er svokallaður Texas Scramble þar sem báðir leikmenn slá og velja svo betri boltann og slá honum báðir og svo koll af kolli. 

Í tilkynningu frá klúbbnum segir að megintilgangur mótsins sé sá að félagar geti átt góða stund saman á Hlíðarendavelli í lok sumars. Nú fer senn að koma að stórum tímamótum hjá klúbbnum þar sem næsta ár verður 50 ára afmælisár GSS og er undirbúningur þess þegar hafinn. Stjórn GSS vill nota tækifærið og þakka öllum styrktaraðilum sem studdu klúbbinn árið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir