Teymisstjóri geðheilsuteymis á Blönduós

Sofia Birgitta Krantz hefur verið ráðin í nýtt starf teymisstjóra geðheilsuteymis fyrir Norðurland. Ljósmynd: Einar Ragnar Haraldsson
Sofia Birgitta Krantz hefur verið ráðin í nýtt starf teymisstjóra geðheilsuteymis fyrir Norðurland. Ljósmynd: Einar Ragnar Haraldsson

Sofia Birgitta Krantz hefur verið ráðin í nýtt starf teymisstjóra geðheilsuteymis fyrir Norðurland. Sofia er sálfræðingur að mennt og hefur undanfarin ár starfað hjá Sálfræðisetrinu í Reykjavík. Áður en hún byrjaði hjá Sálfræðisetrinu starfaði hún sem sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun og í geðteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Sofia kemur til starfa í júní og verður með starfsaðstöðu á Blönduósi.

Á heimasíðu HSN segir að fram undan sé vinna við að byggja upp meðferðar- og endurhæfingarúrræði vegna geðræns vanda í heimabyggð notanda. Starfssvæði HSN nær yfir norðanvert landið frá Blönduósi í vestri til Þórshafnar í austri. Unnið er að því að geðheilbrigðismeðferð verði í boði á öllu svæðinu, meðal annars með notkun fjarskiptabúnaðar í meðferð. Fram undan er mikil uppbygging þjónustu við alla aldurshópa í samræmi við geðheilbrigðisáætlun 2016-2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir