Það er aftur vetur í kortunum
Eftir blíðu síðustu viku er aftur vetur í kortunum en spáin gerir ráð fyrir vaxandi austan og norðaustan átt, 10-18 og slydda eða snjókoma eftir hádegi. Hvassari á Ströndum undir kvöld og norðlægari, en minnkandi norðvestanátt á morgun og él. Hiti um frostmark í dag, en síðan frost 0 til 5 stig.
Hvað færð á vegum varðar þá er hálka eða hálkublettir á vegum og því förum við eins og vant er varlega í umferðinni í dag.