Það er stórleikur hjá stelpunum í Síkinu klukkan sex
Það er bikarhelgi í körfunni og bæði karla- og kvennalið Tindastóls verða í eldlínunni en um er að ræða leiki í átta llið úrslitum. Á morgun (sunnudag) mæta strákarnir liði Snæfells og fer leikurinn fram í Stykkishólmi og hefst kl. 16:00. Stólastúlkur fá hins vegar lið KR í heimsókn alla leið úr Vesturbæ Reykjavíkur og hefst leikurinn kl. 18:00 og því alveg upplagt að fjölmenna í Síkið og styðja okkar lið til sigurs.
Það má reikna með hörkuleik í Síkinu en lið KR hefur komið rækilega á óvart í Bónus deildinni í vetur og verið í einu af toppsætum deildarinnar en liðið er vel mannað. Þær töpuðu hins vegar síðasta leik í Njarðvík með 29 stiga mun en í umferðinni á undan bar lið Tindastóls einmitt sigurorð af toppliði Njarðvíkur þannig að það getur allt gerst. Okkar stúlkur hafa verið að gera vel í undanförnum leikjum og hafa sýnt að þær grimmar og baráttuglaðar og ekki hvað síst þegar leikið er í Síkinu.
KR vann leik liðanna í Bónus deildinni hér heima fyrr í vetur. Leikurinn var jafn en Vesturbæjarliðið var sterkara á lokamínútunum og hafði stigin með sér suður. Nú þurfa stuðningsmenn Tindastóls að mæta og búa til bikarstemningu og hjálpa til við að ýta liðinu í átta liða úrslitin.
Áfram Tindastóll!
