Það er - sýning
Á laugardag opnaði Aimée Xenou sýningu í Nesi listamiðstöð að Fjörubraut 8 á Skagaströnd en verður síðan opin alla vikuna frá klukkan 14 til 19 í kjallaranum á Bjarmanesi. Sýningin er gagnvirk og hafa því börn og fullorðnir gaman að því að skoða hana.
Einnig er getraun í gangi sem allir geta tekið þátt í og eru verðlaun í boði fyrir þann sem tekst best að leysa þrautina.