Það varð að gera smá hlé meðan menn voru að jafna sig á þessu

Baldvin Bjarki Baldvinsson

Hver er maðurinn?

Baldvin Bjarki Baldvinsson 

Hverra manna ertu? Sonur Baldvins Jónssonar frá Molastöðum í Fljótum og Guðfinnu G. frá Barði í Fljótum 

Árgangur? 1970 

Hvar elur þú manninn í dag? Akranesi 

Fjölskylduhagir? Í sambúð með Kristínu Mjöll Guðjónsdóttur 

Afkomendur? Kristófer Már 16 ára (fóstursonur), Júlía Ósk 13 ára, Hinrik Freyr 11 ára, Laufey Dís 9 ára og Helena Hrönn 1 árs. 

Helstu áhugamál? Veiði, fótbolti og karfa 

Við hvað starfar þú? Verkstjóri hjá Vigni G. Jónssyni  

Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.  

Heima er .....................Skagafjörður 

Það er gaman.........................saman 

Ég man þá daga er........................Siggi Bjöggu lét Halla Freyju labba um hverfið með viðardrumb bundinn á axlirnar og Sverrir Sverris var með permó. 

Ein gömul og góð sönn saga.................. Landsmótið á Laugarvatni.

Við vorum mættir þar körfuboltastrákarnir eins og alltaf þegar það var landsmót.  Það var reynt að skipta þessu þannig að allir fengu að spila. Í einum leiknum þegar mótherjarnir fengu vítaskot var beðið um skiptingu. Stebbi (Stefán Hreinsson) kemur inn og ætlaði að taka til hendinni þarna, það var ekki búið að ganga vel.  Stillir sér upp, tilbúinn í frákast ef hann skildi nú ekki hitta úr vítinu, sem er einmitt það sem gerist. Stebbi rífur niður varnarfrákastið stekkur upp aftur og skorar.........í okkar körfu. Það varð að gera smá hlé meðan menn voru að jafna sig á þessu. 

Spurt frá síðasta viðmælanda.................... Er nokkuð við að vera á Skipaskaga, eftir að þeir gulu hættu að geta eitthvað í fótbolta og tími til kominn að snúa til baka í Skagafjörðinn? 

Svar............Óli Þórðar sagði mér að ef þeir rétta ekki úr kútnum næsta sumar,  þá komi hann bara og reddi þessu. Ef hann segir það, þá stendur það. 

Hvern vilt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi? 

Nafn.............Sverrir Sverrisson 

Spurningin er..................Af hverju ertu ekki löngu farinn að þjálfa og hafa mig sem aðstoðarmann? 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir