Þjónustustefna Húnaþings vestra samþykkt

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 18. nóvember var samþykkt þjónustustefna sveitarfélagsins. Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að stefnan er sett á grunni sveitarstjórnarlaga en árið 2021 var lögfest ákvæði í þeim þar sem sveitarstjórn er gert að móta stefnu um þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum.

Við gerð stefnunnar var viðhaft íbúasamráð en drög að stefnunni voru unnin í samráði framkvæmdaráðs og starfsmanna sveitarfélagsins. Í stefnunni er fjallað um ýmsa málaflokka og má þar nefna félagsþjónustu, húsnæðismál og fræðslu- og menningarmál.

Stefnan nær yfir árin 2025-2028, og er aðgengileg á vef sveitarfélagsins á þessum tengli.

Fleiri fréttir