Þórarinn hefur áhyggjur af framtíð verkalýðshreyfingarinnar

Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar-stéttarfélags. AÐSEND MYND
Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar-stéttarfélags. AÐSEND MYND

Vísir.is er með Þórarinn G. Sverrisson, formann Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, í viðtali í kjölfar afsagnar Drífu Snædal sem forseta ASÍ. Hann segir fram­tíð verka­lýðs­hreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undan­fariðeftir að hópur fólks hafi komist til valda með of­forsi og ein­eltis­til­burðum, sem fáir séu spenntir að vinna með.

Þórarinn segir að sér finnist skelfilegt að það skuli vera komið svo að Drífa hafi hrakist úr starfi vegna þess eineltis og ofbeldis sem honum finnst hún hafa orðið fyrir. Á þar væntanlega við málflutning Sól­veigar Önnu Jóns­dóttur, for­mannsEflingar, Ragnars Þórs Ingólfs­sonar, for­manns VR, og Vil­hjálmsBirgis­sonar, ný­kjörins for­manns Starfs­greina­sam­bandsins (SGS), en þau hafa ekki farið leint með gagnrýni sína á Drífu.

„Þau hafa verið með ó­mál­efna­lega nálgun á þau mál­efni sem hafa verið í gangi,“ segir Þórarinn í viðtalinu við Vísi.„Við höfum oft og tíðum orðið fyrir því að menn hafa ekki fengið að ræða málin af því að það er ein­hver af­staða sem að þau taka og telja út úr korti að verja hana eitt­hvað frekar. Ég er nú þannig gerður að ég vil alltaf hlusta og skoða það sem aðrir hafa fram að færa, líka þau ekkert síður en aðrir, og mér finnst alltaf betra að heyra and­stæð sjónar­mið heldur en ekki þegar maður er að velta fyrir sér hvaða af­stöðu er best að taka. En þetta hefur ekki gengið því miður og ég verð að segja að ég skil af­stöðu Drífu um að segja af sér. Það er engum bjóðandi að vinna undir þessu.“

Hann segist álíta framhaldið innan ASÍ vera dökkt og telur að það veiki hreyfinguna hvernig fólk fer fram með ólátum og linnulausri gagnrýni. „Og gera menn að ó­vinum sínum og ó­vinum launa­fólks… að tala fyrir því að við sem höfum vilja ræða hlutina séum á móti launa­fólki, þetta er auð­vitað alveg stór­skrýtin nálgun og ég skil ekki hvernig fólk yfir höfuð nennir að hlusta á fólk sem að hefur svona í frammi,“ segir Þórarinn.

Kjarasamningar verða lausir nú í nóvember og óvíst hvernig verkalýðsfélögin mæta til leiks við samningsgerð enda talsverðar væringar milli félaga.

Sjá nánar á Vísir.is >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir