Þrettándasund 2012
Efnt hefur verið til sjóbaðs á þrettándanum, föstudaginn 6. janúar nk. en hefð hefur skapast hjá sjósundköppum í Skagafirði fyrir að fá sér sundsprett á Þrettándanum ár hvert.
Veðurhorfur til sjósunds er með besta móti en kl. 12 á föstudag er spáð lítil háttar rigningu, sunnan 5 m/s og hiti 3°C.
Þeir sem hafa áhuga á að fá sér dýfu eru hafa beðnir að mæta við nýja hafnargarðinn á Sauðárkróki kl. 12.30. Nánari upplýsingar gefur Benedikt í síma 659 3313.