Þriðji leikurinn í kvöld... ÁFRAM TINDASTÓLL!
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
29.04.2025
kl. 10.48
Það er leikur í dag, þriðji leikurinn, hjá strákunum í Tindastól á móti Álftanesi og byrjar hann á slaginu 19:15 í Síkinu. Ef þú ert ekki búin/n að tryggja þér miða á Stubb þá skaltu fara í að drífa í því áður en það verður uppselt. En Sigríður Inga var örlítið fyrr á ferðinni með dagskrá dagsins en fyrir síðasta leik og ekki seinna vænna en að við hjá feykir.is birtum hana hér.... við skulum sjá hvað hún segir...
"Ég fékk ábendingu frá miðaldra vini mínum um galla í dagskránni fyrir miðaldra fólk og verður dagskráin uppfærð með tilliti til þessa hóps.
Kl. 4:38 - Vakna og pissa. Reyna að sofna aðeins aftur (á við miðaldrafólk).
Kl. 5:48 - Náðir ekki að festa svefn eftir næturbröltið á klóið þannig að þú ferð bara á fætur og skellir þér í ræktina. Mundu samt að þú ert á fastandi fram að hádegi (á við miðaldrafólk). Muna eftir að fá sér risastórt glas af vatni

Kl. 06:45 - Við yngra fólkið vöknum og gerum okkur klár í daginn
Sturta, bursta tennur, borða góðan morgunmat, taka lýsi og drekka vatn


Kl. 07:45 - Draga Tindastólsfánann að húni. Ef þig vantar fána þá fæst hann hjá múttu á Táin og Strata. (Sama gamla góða tilboðið kostar 12.000 kr. en þið fáið hann á 15.000 kr.
)

Kl. 08:00 - 09:00 - Haldið til vinnu og skóla og fara strax í það að ræða leik kvöldsins

Kl. 09:45 - Lögbundinn kaffitími! Upplagt að vera með gott salat og brauð í dag með kaffinu

Kl. 10:05 - Reyna að koma einhverju í verk núna fram að hádegi

Kl. 12:00 - Matur. Fáið ykkur matarbakka í Skaffó, salat í Hlíðó eða kíkið á Kaffi Krók, Hard Wok, Gránu eða N1

Bara ekki gleyma vatninu
Þegar þið eruð búin að gúffa í ykkur takið þá 15 mínútna göngu





Kl. 13:00 - Reyna að vinna eitthvað, verið samt alltaf aðeins með hugann við leikinn

Kl. 13:30 - Þau ykkar sem eruð að koma af höfuðborgarsvæðinu ættuð að leggja í hann núna

Kl. 14:45 - Kaffibolli og æfa danssporin hans Arnars



Kl. 15:58 - Þetta er komið gott í dag! Hunskið ykkur heim úr vinnunni.
Kl. 16:30 - nú er kominn tími til að skella sér í Tindastólsdressið
og fá sér kaffibolla og eitt stórt vatnsglas




Kl. 16:45 - leggja af stað í Síkið. Þið sem búið á Sauðárkróki þið komið gangandi
eða hjólandi
Þið sem komið á bíl leggið löglega, löggan er í sektar stuði þessa dagana
Nóg af stæðum við Skaffó og FNV.



Kl.17:00 - Partýtjaldið opnar







Kl. 19:15 -
Leikur 3"

MÁ ÉG HEYRA!
Áfram Tindastóll!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.