Þrír nemendur frá FNV í úrslit stærðfræðikeppninnar

Landskeppni framhaldsskólanemenda í stærðfræði fór fram þriðjudaginn 7. okt.  Keppt var á tveimur stigum og komast 20 efstu á hvoru stigi í úrslitakeppnina sem fer fram í mars 2009. 

Nemendum FNV gekk vel og komust þrír þeirra áfram,  á neðra stigi (fyrstu tvö námsár) þeir  Hannes Geir Árdal Tómasson og Tómas Ingi Úlfarsson en á efra stigi Óskar Bjarki Helgason.

Fleiri fréttir