Þrír ráðherrar á Króknum í kvöld
feykir.is
Skagafjörður
02.10.2018
kl. 11.02
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður á opnum fundi á Kaffi Krók á Sauðárkróki þriðjudaginn í kvöld, 2. október kl. 20:00, ásamt þeim Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra.
Einnig verða á fundinum þau Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Norðvesturkjördæmis og Bjarni Jónsson varaþingmaður. Fólk er hvatt til þess að nýta tækifærið, hitta stjórnmálamenn í eigin persónu og ræða málin sem brenna hverju sinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.