Þrjú skagfirsk verkefni tilnefnd til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla

Leikskólinn Tröllaborg og Grunnskólinn Austan Vatna á Hólum hafa verið tilnefnd til Foreldraverðlauna" samtaka Heimilis og skóla. Tilnefningin er vegna samstarfs leik- og grunnskólans. Þá var Skagfirska Vinaverkefnið einnig tilnefnd svo og Gaman saman, sem er samstarfsverkefni leik- og grunnskólans í Varmahlíð.

Foreldraverðlaunin verða afhent í Þjóðmenningarhúsinu í Rvk. þriðjud. 24. maí. Fulltrúar Skagafjarðar munu vera viðstaddir verðlaunaafhendinguna.

Fleiri fréttir