Þrju stór verkefni hafin í símenntun
Á heimasíðu Farskólans er sagt frá því að mikið átak sé í gangi í símenntun á svæði Farskólans um þessar mundir og á það vel við á þessum tímum.
Grunnmenntaskólinn á Hofsósi var settur þriðjudaginn 21. okt. sl. 11 nemendur eru í byrjunarhópnum. Fyrir áramót verða kennd námskeiðin Sjálfsstyrking og samskipti, Íslenska og Tölvur. Kennarar koma úr héraði.
Námið fer vel af stað, enda hefur áhugi heimamanna verið aðal hvatningin að því að koma skólanum á. Kemur það enn og aftur fram hjá nemendum að hið frábæra verkefni "Breytum byggð" sem íbúar Hófsóss og nágrennis tóku þátt í fyrir nokkrum árum á þar einna stærstan þátt.
"Eflum byggð" á Skagaströnd hófst síðan í gærkvöldi, 22. okt. og eru þar með 2 hópar komnir af stað í verkefninu. 12 þáttakendur hófu námið og er enn að fjölga í hópnum. Góð stemning og fer vel af stað.
Heimasíðu Farskólans má sjá hér