„Þurfum bara að vinna þá leiki sem eftir eru“

Fyrirliðinn með boltann. MYNDIR: JÓI SIGMARS
Fyrirliðinn með boltann. MYNDIR: JÓI SIGMARS

Stemningin er mjög góð og hefur verið það allt timabilið. Held að menn séu löngu búnir að átta sig á þvi að við séum að fara berjast um sæti i 2 deild á næsta ári. Hópurinn er mjög vel tengdur og það verður spennandi að sjá hvað gerist í þeim [fimm] leikjum sem eru eftir,“ segir Sigurður Bjarni Aadnegard, fyrirliði Kormáks/Hvatar þegar Feykir spyr hvernig stemningin sé í hópnum en liðið er í góðum séns með að tryggja sér sæti í 2. deild í fyrsta sinn í stuttri sögu sinni.

Siggi er þó fljótur að benda á að áður en Kormákur og Hvöt snéru bökum saman þá átti Hvöt fastalið í 2. deild og þá í efri hlutanum. „Það er að segja frá árinu 2008 til 2010. Síðan vinnum við 2 deildina með sameiginlegu liði Tindastóls/Hvatar og hefjum þar ævintýri Tindastóls í 1. deild,“ segir hann.

„Húnvetningar hafa nánast alltaf verið mjög spenntir yfir Kormáki/Hvöt og gengi liðsins sem skilar sér nánast alltaf með góðri mætingu á leiki hjá okkur. Við reiknum með góðri mætingu í síðustu fimm leikjunum. Rútuferðir til Grenivíkur og taxaferðir í boði Magga málara til Sandgerðis,“ segir Siggi léttur en liðið á eftir útlleiki gegn Reyni Sandgerði og Magna Grenivík. Hinir þrír leikirnir eru á heimavelli og sá fyrsti er gegn liði Kára nú á sunnudag en liðin elduðu dökkgrátt silfur í fyrri umferðinni þegar leikið var á Akranesi. Hvernig ætli fyrirliðanum lítist á þá viðureign?

„Allir leikir leggjast mjög vel í mig, sérstaklega heimaleikir. Mín spá er að liðið sem einbeitir sér meira að spila fótlbolta vinni leikinn á sunnudaginn og mæti tilbúnir til leiks frá fyrstu mínutu.“

Hvað þarf að gerast til að lið Kormáks/Hvatar sigli upp um deild? „Ég myndi halda að við þyrftum bara að vinna þá leiki sem eftir eru, þá er sæti i annari deild á næsta ári tryggt. Við eigum þrjá heimaleiki og tvo útileiki eftir og stefnan er að fara í alla leiki til að vinna – síðan þurfum við bara sjá hvað gerist.“ Það er bara svona einfalt.

Við hitum upp fyrir leikinn gegn Kára með myndasyrpu í boði Jóa Sigmars en hann var á Blönduósvelli þegar Húnvetningar tóku á móti Ými nú fyrr í vikunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir