Þverárfjall ófært og búist við éljum og vindi

Það snjóar um nánast allt Norðurlans og spáin býður upp á norðan 10 - 18 m/s og él. Ekki er gert ráð fyrir að það dragi úr vindi og ofankomu fyrr en á morgun.

Hálka er víðast hvar á vegum og Þverárfjall ófært. Vegfarendur eru hvattir til þess að fara að öllu með gát og sé engin ástæða til að fara neitt, er kúr, teppi og heimabakkelsi eitthvað sem tilheyrir degi eins og þessum.

Fleiri fréttir