Þyrla Landhelgisgæslunnar við æfingar ásamt liðsmönnum Skagfirðingasveitar

Það var óvænt krydd í tilveruna að geta fylgst með æfingum í dag. MYND: PIB
Það var óvænt krydd í tilveruna að geta fylgst með æfingum í dag. MYND: PIB

Í dágóðan tíma upp úr hádegi í dag var töluverður hávaði á Króknum sem íbúar eru ekki vanir. Eðlilega kíktu margir út um glugga og þeir alhörðustu leituðu upprunans. Í ljós kom að um var að ræða eina þyrlu Landhelgisgæflunnar, TF-EIR, sem var við æfingar syðst á iðnaðarsvæðinu á Sauðárkróki ásamt hópi björgunarsveitarmanna Skagfirðingasveitar.

Á Facebook-síðu Skagfirðingasveitar sagði að æfingu lokinni: „Vávává. Við heppin að Landhelgisgæslan hafi haft samband í gærmorgun og óskað eftir æfingu með okkur,“ en liðsmenn björgunarsveitarinnar fengu fræðslu um móttöku á þyrlu, upplýsingar sem þarf að gefa gæslunni ef þeir sækja sjúkling á vettvang og hvernig eigi að bera sig að þegar björgunarsveitarfólk er á vettvangi þegar hýfing fer fram og margt fleira.

„Loks voru allir hífðir um borð í vélina, bæði fyrir norðan Vegagerðina og svo voru nokkrir teknir í vélina úr „fjallshlíð“ þar sem sandhólarnir í fjörunni voru notaðir sem brattlendi Það var líka gaman að sjá àhuga bæjarbúa á æfingunni en fjölmargir fylgdust með. Við fengum okkur svo góðan kaffisopa àður en við héldum heim,“ segir loks í færslunni.

Myndir frá æfingunni má sjá hér í færslu á síðu Skagfirðiingasveitar >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir