Þyrla sækir slasaðann sjómann um borð í Klakk

Þyrla landhelgisgæslunnar sótti í nótt slasaðan sjómann um borð í  Klakk sem þá var staddur á Halamiðum. Maðurinn hlaut augnáverka  þegar spotti slitnaði með þeim afleiðingum að hann skaust í andlit sjómannsins.
Að sögn upplýsingafulltrúa gæslunnar kom útkallið klukkan tvö í nótt og náði þyrlan að skipinu klukkan 04:16. Maðurinn var þá hífður um borð í þyrluna í svokallaðri björgunarlykkju. Þyrlan lenti síðan í Reykjavík laust fyrir sex í morgun og var þá líðan mannsins þokkaleg miðað við aðstæður.
 Hann var fluttur á Landspítalann þar sem hann er samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækní  í rannsóknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir