Til stendur að hætta póstafgreiðslu á Skagaströnd

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar þann 11. ágúst síðastliðinn var farið yfir erindi Byggðarstofnunar, frá 3. ágúst, um fyrirhugaða lokun Íslandspóst á almennri póstafgreiðslu á Skagaströnd frá og með 1. september næstkomandi.
Áréttað er að ekki eigi stöðugildum Íslandspósts á Skagaströnd að fækka við þessar breytingar.

Fram kemur í fundargerð sveitastjórnar að snertifletir Póstsins séu í dag póstafgreiðsluþjónusta og póstkassi, póstbílaþjónusta, bréfberaþjónusta og landspóstsþjónusta. Eftir 1. September fellur svo niður póstafgreiðsluþjónusta og við tekur póstboxaþjónusta fyrir bréf og endursöluaðila frímerkja.

Byggðastofnun hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins vegna breytinganna.

/IÖF

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir