Tilboði Friðriks Jónssonar ehf. tekið
Tilboði Friðriks Jónssonar ehf. í nýbyggingu Byggðastofnunar við Sauðármýri á Sauðárkróki var tekið þann 4. febrúar sl. Aðeins bárust tvö tilboð í verkið, frá Friðrik Jónssyni ehf. og K-Tak ehf.
Bæði tilboðin voru mjög nærri kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 568.771.490 krónur. Tilboð Friðriks Jónssonar ehf. var upp á 100,02% af kostnaðaráætlun eða 568.864.249 krónur en tilboðið frá K-Tak ehf. var upp á kr. 575.179.623,- sem eru 101,13% kostnaðaráætlunar.
Nýbygging Byggðastofnunar verður 998m2 bygging á tveimur hæðum og með kjallara undir hluta hússins. Verkefnið hefur verið unnið samkvæmt aðferðarfræði upplýsingalíkana mannvirkja (Building Information Modeling - BIM) og aðferðafræði vistvænnar hönnunar og er stefnt að því að byggingin verði vottuð sem vistvænt mannvirki samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu BREEAM. Verkinu á að vera lokið að fullu 1. maí 2020.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.