Tilboði Vinnuvéla Símonar ehf. tekið vegna lagningu á hitaveitu

Sveitarfélagið Húnaþing vestra hefur samþykkt að taka tilboði Vinnuvéla Símonar ehf. vegna vinnu við lagningu hitaveitu í Línakradal í Húnaþingi vestra.

Í fundargerð byggðaráðs Húnaþings vestra kemur fram að þrjú tilboð hafi borist í verkið og var samþykkt að taka tilboði frá lægstbjóðanda, Vinnuvélum Símonar ehf., að upphæð kr. 24.961.600 með vsk.

Fleiri fréttir